Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 11:08 Kolo Touré entist ekki lengi í starfi hjá Wigan en þakkar fyrir það í dag. Vísir/Getty Kolo Touré segir það hina mestu lukku að hafa verið rekinn úr fyrsta aðalþjálfarastarfinu sem hann tók að sér, hjá Wigan Athletic. Brottreksturinn hafi leitt hann undir væng besta þjálfara heims. Touré er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City og sat í hans stað á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Guardiola var fjarverandi af persónulegum ástæðum en mun standa á hliðarlínunni þegar leikurinn hefst á morgun. Fílabeinsstrendingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, Liverpool, Manchester City og Celtic entist ekki nema þrjá mánuði þegar hann tók við Wigan tímabilið 2022-23 og tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í sjö tilraunum. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig, því ég glímdi líka við erfiðleika sem ég þurfti að yfirstíga þegar ég var leikmaður. Eins og áður en ég kom til Arsenal fór ég margoft á reynslu hjá öðrum liðum og mistókst“ sagði Touré þegar hann var spurður út í þjálfaraferilinn. Bræðurnir Yaya og Kolo Toure spiluðu báðir fyrir Manchester City á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty „Núna er ég í frábæru starfi, með tveimur frábærum þjálfurum, að vinna fyrir eitt besta félag heims… Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en þegar þú hefur prófað að vera aðalþjálfari langar þig auðvitað að gera það aftur, en ég nýt þess að læra og miðla líka minni reynslu“ sagði Touré einnig en hann og Pep Lijnders eru aðstoðarmenn Guardiola. Þjálfarateymi City er vel mannað að mati Touré.Jean Catuffe/Getty Images City fer inn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Touré segir einbeitingu liðsins ekki vera á Lundúnaliðinu. „Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við vitum hvað Arsenal er ótrúlega gott lið en þetta snýst allt um okkur sjálfa og hvað við getum gert. Við erum með besta þjálfara heims, að leggja sig allan fram alla daga. Ástríða hans fyrir leiknum, leikmönnum og þjálfurum vitum við að muni fleyta okkur langt“ sagði Touré, ósparsamur á stór orð í garð læriföður síns. Manchester City heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Manchester City Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Sjá meira
Touré er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City og sat í hans stað á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Guardiola var fjarverandi af persónulegum ástæðum en mun standa á hliðarlínunni þegar leikurinn hefst á morgun. Fílabeinsstrendingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, Liverpool, Manchester City og Celtic entist ekki nema þrjá mánuði þegar hann tók við Wigan tímabilið 2022-23 og tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í sjö tilraunum. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig, því ég glímdi líka við erfiðleika sem ég þurfti að yfirstíga þegar ég var leikmaður. Eins og áður en ég kom til Arsenal fór ég margoft á reynslu hjá öðrum liðum og mistókst“ sagði Touré þegar hann var spurður út í þjálfaraferilinn. Bræðurnir Yaya og Kolo Toure spiluðu báðir fyrir Manchester City á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty „Núna er ég í frábæru starfi, með tveimur frábærum þjálfurum, að vinna fyrir eitt besta félag heims… Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en þegar þú hefur prófað að vera aðalþjálfari langar þig auðvitað að gera það aftur, en ég nýt þess að læra og miðla líka minni reynslu“ sagði Touré einnig en hann og Pep Lijnders eru aðstoðarmenn Guardiola. Þjálfarateymi City er vel mannað að mati Touré.Jean Catuffe/Getty Images City fer inn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Touré segir einbeitingu liðsins ekki vera á Lundúnaliðinu. „Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við vitum hvað Arsenal er ótrúlega gott lið en þetta snýst allt um okkur sjálfa og hvað við getum gert. Við erum með besta þjálfara heims, að leggja sig allan fram alla daga. Ástríða hans fyrir leiknum, leikmönnum og þjálfurum vitum við að muni fleyta okkur langt“ sagði Touré, ósparsamur á stór orð í garð læriföður síns. Manchester City heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Manchester City Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Sjá meira