Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde 10. október 2007 07:45 Marel Baldvinsson er ekki ánægður með lífið í Molde. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira