Tekið í nauðhemilinn Auðunn Arnórsson skrifar 10. desember 2007 06:00 Meðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sameiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003. Þessi niðurstaða er í hrópandi mótsögn við málflutning George W. Bush forseta og annarra talsmanna Bandaríkjastjórnar í deilunni við Íran. Og reyndar í mótsögn við það sem þessar sömu leyniþjónustustofnanir hafa haldið fram á undanförnum árum. Sjálfur hefur Bush gengið svo langt að segja að þriðja heimsstyrjöldin væri fyrirsjáanleg og í henni myndi Íran leika eitt aðalhlutverkið. Eftir ófarirnar í Írak er ekki fjarri lagi að álykta, að leyniþjónustustofanir Bandaríkjanna vilji nú freista þess að endurheimta trúverðugleika með því að sýna að þær láti ekki sitjandi ríkisstjórn misnota sig - lengur. En slík kúvending á mati á meintri kjarnorkuvígvæðingarhættu frá klerkunum í Íran kallar á frekari skýringar. Bandaríkjastjórn hefur á síðustu mánuðum lagt mikla áherzlu á að þrýstingur alþjóðasamfélagsins á Írana yrði aukinn; auk þess að hvetja aðildarríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja enn strangari ályktun um refsiaðgerðir en þegar hefur verið gert hefur Bandaríkjastjórn hert eigin einhliða refsiaðgerðir og látið skýrar í það skína að hún ynni að því að undirbúa sprenguárásir á kjarnorkustöðvar Írana til að ljá kröfunum í þeirra garð meira vægi. Frá bæjardyrum flestra Evrópubúa væru slíkar árásir á Íran ævintýralegt gönuhlaup og því hafa fæstir á þeim bæ velt því mikið fyrir sér. Í Bandaríkjunum er stemmningin hins vegar allt önnur, og ekki hefur skort þar á orðróm um að ákvörðun um að Íranar yrðu beitti hervaldi væri skammt undan. Þó eru hernaðarsérfræðingar beggja vegna Atlantsála á einu máli um, að slík árás myndi hafa geigvænlegar afleiðingar, bæði fyrir Bandaríkin sjálf, öll Miðausturlönd og ekki sízt efnahagslíf heimsins. Erfitt er að ímynda sér afleiðingarnar af því að bæta einum vígvellinum enn á þessum slóðum við Írak og Afganistan. Undir þessum kringumstæðum lætur því nærri að spyrja, hvort það sé ekki einfaldlega öryggis- og varnarmálaelíta Bandaríkjanna, sem með skýrslunni nýju er að taka í nauðhemilinn til að freista þess hindra að Bush forseti grípi til þess að ákveða að ráðast á Íran, skyldi hann vilja gera það áður en hann lætur af embætti að ári. Að minnsta kosti plantar sú niðurstaða, að Íranar stefni ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum, efasemdum meðal bandarísks almennings um að hagsmunum þeirra væri þjónað með enn einu hernaðarævintýrinu í Austurlöndum nær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Meðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sameiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003. Þessi niðurstaða er í hrópandi mótsögn við málflutning George W. Bush forseta og annarra talsmanna Bandaríkjastjórnar í deilunni við Íran. Og reyndar í mótsögn við það sem þessar sömu leyniþjónustustofnanir hafa haldið fram á undanförnum árum. Sjálfur hefur Bush gengið svo langt að segja að þriðja heimsstyrjöldin væri fyrirsjáanleg og í henni myndi Íran leika eitt aðalhlutverkið. Eftir ófarirnar í Írak er ekki fjarri lagi að álykta, að leyniþjónustustofanir Bandaríkjanna vilji nú freista þess að endurheimta trúverðugleika með því að sýna að þær láti ekki sitjandi ríkisstjórn misnota sig - lengur. En slík kúvending á mati á meintri kjarnorkuvígvæðingarhættu frá klerkunum í Íran kallar á frekari skýringar. Bandaríkjastjórn hefur á síðustu mánuðum lagt mikla áherzlu á að þrýstingur alþjóðasamfélagsins á Írana yrði aukinn; auk þess að hvetja aðildarríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja enn strangari ályktun um refsiaðgerðir en þegar hefur verið gert hefur Bandaríkjastjórn hert eigin einhliða refsiaðgerðir og látið skýrar í það skína að hún ynni að því að undirbúa sprenguárásir á kjarnorkustöðvar Írana til að ljá kröfunum í þeirra garð meira vægi. Frá bæjardyrum flestra Evrópubúa væru slíkar árásir á Íran ævintýralegt gönuhlaup og því hafa fæstir á þeim bæ velt því mikið fyrir sér. Í Bandaríkjunum er stemmningin hins vegar allt önnur, og ekki hefur skort þar á orðróm um að ákvörðun um að Íranar yrðu beitti hervaldi væri skammt undan. Þó eru hernaðarsérfræðingar beggja vegna Atlantsála á einu máli um, að slík árás myndi hafa geigvænlegar afleiðingar, bæði fyrir Bandaríkin sjálf, öll Miðausturlönd og ekki sízt efnahagslíf heimsins. Erfitt er að ímynda sér afleiðingarnar af því að bæta einum vígvellinum enn á þessum slóðum við Írak og Afganistan. Undir þessum kringumstæðum lætur því nærri að spyrja, hvort það sé ekki einfaldlega öryggis- og varnarmálaelíta Bandaríkjanna, sem með skýrslunni nýju er að taka í nauðhemilinn til að freista þess hindra að Bush forseti grípi til þess að ákveða að ráðast á Íran, skyldi hann vilja gera það áður en hann lætur af embætti að ári. Að minnsta kosti plantar sú niðurstaða, að Íranar stefni ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum, efasemdum meðal bandarísks almennings um að hagsmunum þeirra væri þjónað með enn einu hernaðarævintýrinu í Austurlöndum nær.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun