Philadelphia - New York í benni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Philadelphia Eagles og New York Giants í úrslitakeppni NFL í kvöld klukkan 21:50. Mikill rígur er á milli þessara liða og gaman verður að fylgjast með einvígi leikstjórnendanna Eli Manning hjá New York og Jeff Garcia hjá Philadelphia, en sá síðarnefndi var maðurinn á bak við fimm leikja sigurgöngu Eagles fyrir úrslitakeppnina.