Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, hefur dregið ummæli sín við Sky sjónvarpsstöðina í dag til baka og segir ekkert til í þeim fréttaflutningi að David Beckham sé á förum frá stórliðinu.
Mijatovic segir hinsvegar að nýr samningur við enska knattspyrnumanninn sé enn á borðinu og að í raun sé ekkert nýtt í stöðunni. Sagt er að Real Madrid sé tilbúið að bjóða kappanum tveggja ára samning, en núverandi samningur hans rennur út í sumar.