Enski boltinn

Coote á­kærður fyrir að fram­leiða barnaníðsefni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
David Coote hefur brotið ýmis lög undanfarin ár. 
David Coote hefur brotið ýmis lög undanfarin ár.  Rob Newell - CameraSport via Getty Images

Fyrrum dómarinn David Coote, sem saug kókaín og lét gamminn geysa um Jurgen Klopp, hefur verið ákærður fyrir að framleiða barnaklám.

Coote er ákærður fyrir að hafa þann 2. janúar árið 2020 framleitt barnaklám í flokki A, sem er alvarlegasti flokkur slíkrar ákæru og sýnir yfirleitt fullorðinn einstakling misnota barn. 

Hann var handtekinn og ákærður fyrir mánuði en mætir í dómsal í fyrsta sinn á morgun, eins og breska lögreglan staðfesti við Nottingham Post.

Coote var vikið frá störfum í desember síðastliðnum eftir að hafa starfað sem dómari í ensku úrvalsdeildinni um árabil.

Hann lenti fyrst í vandræðum þegar myndband af honum birtist á netinu þar sem hann kallaði Jurgen Klopp, þáverandi knattspyrnustjóra Liverpool, ljótum nöfnum.

Aðeins tveimur dögum síðar birtist annað myndband á netinu þar sem Coote sást sjúga kókaín á hóteli í ferð á vegum UEFA.

Fyrir vikið fékk hann viðurnefnið „Cocaine Coote“ í breskum fjölmiðlum.

Þegar rykið fór að setjast nokkrum vikum síðar steig Coote sjálfur fram, greindi frá því að hann væri samkynhneigður og hefði átt í erfiðleikum andlega sem leiddu hann til eiturlyfjanotkunar.

Coote var rekinn úr ensku úrvalsdeildinni og dæmdur í átta vikna bann frá dómarastörfum þar í landi. Auk þess var hann dæmdur í bann af UEFA frá öllum dómarastörfum, sem gildir til 30. júní á næsta ári.

Hann hafði mögulega hugsað sér að taka þá aftur upp flautuna, en úr því verður augljóslega ekki ef hann er dæmdur fyrir að framleiða barnaklám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×