Skráning er hafin í eina erfiðustu endurokeppni í heimi, Red Bull romaniacs. Keppnin er haldin árlega og er mjög vinsæl. Það er ekkert grín að keppa í henni þar sem þú lendir í því að keyra yfir steina á stærð við hjólið þitt, fara upp snarbrattar og grýttar brekkur og stökkva niður úr blokkaríbúð! Þessi keppni reynir mjög mikið á keppendur bæði andlega og líkamlega. Menn á borð við Travis Pastrana, David Knight og Jeremy McGrath hafa verið fastagestir í þessari keppni en árlega taka rúmlega 400 manns þátt í keppninni en innan við 100 manns klára hana.
Keppnin verður haldin 17 - 21. júní 2007 og verður gaman að fylgjast með henni. Visir.is mun að sjálfsögðu segja frá úrslitum og birta myndir af ærslaganginum.
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu hennar: www.redbullromaniacs.com