Peterhansel eykur forskot sitt

Frakkinn Stephane Peterhansel jók forskot sitt í Dakar-rallinu í dag þrátt fyrir að ná aðeins fjóra besta tímanum á tíundu dagleiðinni. Katarmaðurinn Nasser Saleh Al Attiyah sigraði á dagleiðinni og var fyrsti Katarmaðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga. Helder Rodrigues var bestur í vélhjólaflokki í dag en þar er Spánverjinn Marc Coma enn fyrstur.