10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni 18. janúar 2007 13:15 Of mikið vatn getur valdið dauða. Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn. Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva. Erlent Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið
Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn. Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva.
Erlent Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið