Loeb í góðum málum

Aðeins óhapp virðist nú geta komið í veg fyrir að heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen vinni fyrstu rallkeppni ársins í Monte Carlo, en hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á félaga sinn Dani Sordo þegar aðeins ein sérleið er eftir í rallinu. Bæði Loeb og Sordo óku varlega í dag en þeir hafa ágæta forystu á Marcus Grönholm sem er í þriðja sætinu.