Maria Sharapova tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis þegar hún lagði baráttuglaða Veru Svonarevu 7-6 og 6-4. Kim Clijsters er sömuleiðis komin í undanúrslitin eftir sigur á Danielu Hantuchovu og mætir Martinu Hingis í næstu umferð.