Gonzalez mætir Federer í úrslitum

Það verður Chilemaðurinn Fernando Gonzales sem fær það erfiða verkefni að mæta Roger Federer í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis á sunnudaginn, en Gonzalez burstaði Tommy Haas í undanúrslitum 6-1, 6-3 og 6-1 í dag. Maria Sharapova og Serena Williams mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki á morgun.