Mögnuð íþróttadagskrá á Sýn um helgina 26. janúar 2007 18:15 AFP Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum. Erlendar Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sjá meira
Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum.
Erlendar Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sjá meira