Þýska úrvalsdeildarfélagið hefur nú loks ráðið nýjan þjálfara til að taka við af Thomas Doll sem rekinn var á dögunum, en það verður ekki Felix Magath eins og fyrst var talið, heldur Hollendingurinn Huub Stevens. Sá leiddi Schalke til sigurs í Evrópukeppni félagsliða árið 1997.