Fetar Zidane í fótspor Beckham? 9. febrúar 2007 15:15 Það fór vel á með þeim Zinedine Zidane og Spike Lee í Madison Square Garden í New York í vikunni. MYND/Getty Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar - og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. Zidane skemmti sér konunglega á leik með New York Knicks á miðvikudaginn þar sem hann sat í næsta nágrenni við kvikmyndaleikstjórann Spike Lee. Zidane er í borginni með eiginkonu sinni og segir sá franski að ferðin hafi verið hugsuð sem frí. Svo hefur hins vegar ekki verið og hafa fjölmiðlar fylgt Zidane hvert fótmál. Will Kuhns, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar, vildi engu svara þegar hann var spurður út í mögulega komu Zidane í bandaríska boltann. "Við ræðum ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir deildinni." Forráðamenn deildarinnar eru sagðir mjög áhugasamir að fá Zidane til liðs við sig og telja að hann geti haft sömu áhrif og David Beckham hefur þegar haft, með því að skrifa undir samning við LA Galaxy fyrir skemmstu. Athygli bandarísku deildarinnar hefur aldrei verið meiri og sjá skipuleggjendur hennar sér gott til glóðarinnar fari svo að Zidane komi líka. Jeff Agoos, framkvæmdastjóri Red Bulls, segist ekkert hafa rætt við Zidane. "Og við höfum engin áform um að ræða við hann. Ég myndi hins vegar hafa gaman að því að kíkja út á lífið með honum og skipast á sögum úr boltanum," gantaðist Agoos. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Í beinni: Celtic - Bayern | Þýski risinn í Glasgow Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Sjá meira
Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar - og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. Zidane skemmti sér konunglega á leik með New York Knicks á miðvikudaginn þar sem hann sat í næsta nágrenni við kvikmyndaleikstjórann Spike Lee. Zidane er í borginni með eiginkonu sinni og segir sá franski að ferðin hafi verið hugsuð sem frí. Svo hefur hins vegar ekki verið og hafa fjölmiðlar fylgt Zidane hvert fótmál. Will Kuhns, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar, vildi engu svara þegar hann var spurður út í mögulega komu Zidane í bandaríska boltann. "Við ræðum ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir deildinni." Forráðamenn deildarinnar eru sagðir mjög áhugasamir að fá Zidane til liðs við sig og telja að hann geti haft sömu áhrif og David Beckham hefur þegar haft, með því að skrifa undir samning við LA Galaxy fyrir skemmstu. Athygli bandarísku deildarinnar hefur aldrei verið meiri og sjá skipuleggjendur hennar sér gott til glóðarinnar fari svo að Zidane komi líka. Jeff Agoos, framkvæmdastjóri Red Bulls, segist ekkert hafa rætt við Zidane. "Og við höfum engin áform um að ræða við hann. Ég myndi hins vegar hafa gaman að því að kíkja út á lífið með honum og skipast á sögum úr boltanum," gantaðist Agoos.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Í beinni: Celtic - Bayern | Þýski risinn í Glasgow Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Sjá meira