Máli á hendur olíuforstjórum vísað frá héraðsdómi 9. febrúar 2007 16:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér. Samráð olíufélaga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur fyrrverandi og núverandi forstjórum stóru olíufélaganna þriggja vegna samráðs félaganna. Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum. Ákæran er í tuttugu og sjö liðum og laut meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afsláttar, álagningar og viðskiptakjara. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallist sé á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Annmarkar séu þess eðlis að ófært sé að fella efnisdóm á málið. Þá enn fremur vísað í tíundu grein samkeppnislaga og sagt að hún lýsi ekki ábyrgð á samkeppnisbrotum á hendur öðrum en fyrirtækjum en ekki einstökum starfsmönnum þeirra og að ólíkt því sem gildir um 12. grein laganna laganna sé óheimilt að refsa einstaklingum fyrir brot á 10. grein laganna. Enn fremur segir í dómnum að um hróplega mismunun sé að ræða þar sem forstjórarnir séu einir ákærðir í málinu en ekki aðrir starfsmenn olíufélaganna. Auk þess úrskurðaði héraðsdómur að ríkissjóði bæri að greiða verjendum þremenninganna samtals um 9,2 milljónir króna í málsvarnarkostnað. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis, að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Hann benti á að þetta væri fyrsta sinn sem dómur tæki afstöðu til 10. greinar samkeppnislaga, um það hvort hún næði til einstaklinga. Vangaveltur hefðu verið um skýrleika greinarinnar en nú ætti Hæstiréttur eftir að taka afstöðu til sama máls. Úrskurðinn í heild má finna hér.
Samráð olíufélaga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira