Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki 10. febrúar 2007 16:53 Ji-Sung Park sést hér koma Man. Utd. yfir í leik liðsins gegn Charlton á Old Trafford í dag. Markið skoraði Park með góðum skalla. MYND/Getty Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira