LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum 10. febrúar 2007 18:45 Það vilja allir spila með sama liði og David Beckham. MYND/AFP Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira