Eins og að horfa á U2 tónleika með 10 áhorfendum 12. febrúar 2007 19:15 Stuðningsmenn Inter láta lokaða leikvanga ekki hafa áhrif á sig og mótmæltu í gær fyrir utan heimavöll Chievo í Verona AFP Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. Grant Wahl hefur farið á fjölda leikja á Ítalíu í gegn um árin sem blaðamaður Sports Illustrated, en segist í pistli sínum aldrei hafa upplifað annað eins og í gær. Hann hitti líka stuðningsmenn beggja liða fyrir utan leikvanginn í Verona sem er einn margra valla sem lokaðir hafa verið fyrir áhorfendum eftir harmleikinn um daginn þegar lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur. "Ég hef fylgst með leikjum í amerísku atvinnudeildinni þar sem aðeins um 9.000 áhorfendur mættu á völlinn, en að sjá stjörnur á borð við Figo, Patrick Vieira, Hernan Crespo, Adriano og Marco Materazzi spila fyrir luktum dyrum var mjög sérstakt," sagði Wahl í pistli sínum. "Maður heyrði greinilega klapp í lófum leikmanna þegar þeir tókust í hendur fyrir leikinn og maður heyrði dynkinn þegar Adriano skaut boltanum í stöng og inn og skoraði fyrir Inter. Þetta var eins og að vera á U2 tónleikum með 10 áhorfendum. Þetta var súrrealísk upplifun, en um leið tómleg. Það vantaði alla sál í leikinn," skrifaði Wahl, en ef vel var hlustað mátti heyra baráttusöngva stuðningsmanna fyrir utan leikvanginn. Hann ræddi líka við bitra stuðningsmenn Chievo fyrir utan völlinn, en þeir þurfa nú að líða fyrir voðaverk nokkurra vitleysinga og fá ekki að mæta á leiki liðs síns í deildinni - þrátt fyrir að hafa verið kjörnir prúðustu stuðningsmennirnir á Ítalíu hvorki meira né minna en fimm ár í röð. "Við erum gríðarlega vonsvikin," sagði 19 ára gamall stuðningsmaður Chievo. "Við höfum verið prúðustu stuðningsmennirnir í ítalska boltanum í mörg ár og þetta bann kemur verst niður á þeim sem best hafa hagað sér," sagði hann, en í hópi stuðningsmanna Chievo mátti einnig sjá gamlan mann sem bar trefil um mittið sem á stóð "FORZA CHIEVO" Stuðningsmenn Inter voru jafn vonsviknir en létu bannið ekki hafa áhrif á sig þegar þeir ferðuðust nokkra klukkutíma til að fylgja liði sínu á útivöll - þó þeir fengju ekki einu sinni að reka nefið inn á völlinn. "Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á mitt líf, því er ekki að neita. Við eigum útileik gegn Palermo á Sikiley um næstu helgi, en ég ætla að mæta hvort sem ég fæ að fara inn á leikinn eða ekki," sagði einn gallharður stuðningsmaður Inter. Ástandið í ítalska fótboltanum er því vægast sagt skelfilegt og mikið má vera ef deildin nær aftur að rífa sig upp úr lægð óeirða og spillingarmála og vinna aftur sinn sess sem ein besta deildarkeppni í heiminum með þeim spænsku, ensku og þýsku. Ítalski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. Grant Wahl hefur farið á fjölda leikja á Ítalíu í gegn um árin sem blaðamaður Sports Illustrated, en segist í pistli sínum aldrei hafa upplifað annað eins og í gær. Hann hitti líka stuðningsmenn beggja liða fyrir utan leikvanginn í Verona sem er einn margra valla sem lokaðir hafa verið fyrir áhorfendum eftir harmleikinn um daginn þegar lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur. "Ég hef fylgst með leikjum í amerísku atvinnudeildinni þar sem aðeins um 9.000 áhorfendur mættu á völlinn, en að sjá stjörnur á borð við Figo, Patrick Vieira, Hernan Crespo, Adriano og Marco Materazzi spila fyrir luktum dyrum var mjög sérstakt," sagði Wahl í pistli sínum. "Maður heyrði greinilega klapp í lófum leikmanna þegar þeir tókust í hendur fyrir leikinn og maður heyrði dynkinn þegar Adriano skaut boltanum í stöng og inn og skoraði fyrir Inter. Þetta var eins og að vera á U2 tónleikum með 10 áhorfendum. Þetta var súrrealísk upplifun, en um leið tómleg. Það vantaði alla sál í leikinn," skrifaði Wahl, en ef vel var hlustað mátti heyra baráttusöngva stuðningsmanna fyrir utan leikvanginn. Hann ræddi líka við bitra stuðningsmenn Chievo fyrir utan völlinn, en þeir þurfa nú að líða fyrir voðaverk nokkurra vitleysinga og fá ekki að mæta á leiki liðs síns í deildinni - þrátt fyrir að hafa verið kjörnir prúðustu stuðningsmennirnir á Ítalíu hvorki meira né minna en fimm ár í röð. "Við erum gríðarlega vonsvikin," sagði 19 ára gamall stuðningsmaður Chievo. "Við höfum verið prúðustu stuðningsmennirnir í ítalska boltanum í mörg ár og þetta bann kemur verst niður á þeim sem best hafa hagað sér," sagði hann, en í hópi stuðningsmanna Chievo mátti einnig sjá gamlan mann sem bar trefil um mittið sem á stóð "FORZA CHIEVO" Stuðningsmenn Inter voru jafn vonsviknir en létu bannið ekki hafa áhrif á sig þegar þeir ferðuðust nokkra klukkutíma til að fylgja liði sínu á útivöll - þó þeir fengju ekki einu sinni að reka nefið inn á völlinn. "Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á mitt líf, því er ekki að neita. Við eigum útileik gegn Palermo á Sikiley um næstu helgi, en ég ætla að mæta hvort sem ég fæ að fara inn á leikinn eða ekki," sagði einn gallharður stuðningsmaður Inter. Ástandið í ítalska fótboltanum er því vægast sagt skelfilegt og mikið má vera ef deildin nær aftur að rífa sig upp úr lægð óeirða og spillingarmála og vinna aftur sinn sess sem ein besta deildarkeppni í heiminum með þeim spænsku, ensku og þýsku.
Ítalski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira