Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni.
Bæði Pippo Inzaghi og Alberto Gilardino eru meiddir og því er útlit fyrir að liðið verði aðeins með einn leikfæran framherja þegar liðið mætir Celtic í næstu viku - Ricardo Olivera.
"Gilardino verður tæplega heill fyrir leikinn gegn Celtic en Pippo fer í nánari skoðun á morgun," sagði Ancelotti. Talið er að miðjumaðurinn Kaka gæti þurft að spila framar á vellinum ef framherjarnir verða allir frá vegna meiðsla á þriðjudaginn.