Raikkönen er ofmetinn ökumaður 19. febrúar 2007 17:01 Kimi Raikkönen er af flestum álitinn arftaki Michael Schumacher hjá Ferrari, en Villeneuve er á öðru máli NordicPhotos/GettyImages Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. "Kimi er ofmetinn sem alhliða ökumaður, því hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en að stökkva um borð í bílnum og aka hratt. Alhliða ökumaður eyðir miklum tíma með hönnuðum og vélvirkjum til að bæta hvert einasta smáatriði við þróun bílsins. Að sumu leyti er ef til vill fínt að vera með þannig ökumann, en maður spyr sig hvort hann sé tilbúinn að helga sig íþróttinni," sagði Villeneuve, sem dregur tryggði Finnans í efa. "Ég hugsa að hann eigi eftir að eiga fínar keppnir inn á milli en svo á hann eftir að hverfa þess á milli og fólk á eftir að spá í það hvað hann sé eiginlega að hugsa. Það kæmi mér ekkert á óvart að hann hyrfi skyndilega á braut einn daginn og segði skilið við Formúlu 1," sagði Villeneuve. "Kimi á eftir að vinna nokkrar keppnir en ég get ekki séð að hann eigi eftir að halda merkjum liðsins á lofti. Það kemur í hlut Felipe Massa og hann á eflaust eftir að verða leiðtogi liðsins. Hann stóð sig mjög vel í fyrra þrátt fyrir ungan aldru og leit hreint ekki svo illa út við hlið Schumacher. Hann gerði fá mistök og er klókur og hæfileikaríkur ökumaður og ef hann fær góðan bíl, trúi ég að hann gæti eftir að verða mjög góður í framtíðinni." Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. "Kimi er ofmetinn sem alhliða ökumaður, því hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en að stökkva um borð í bílnum og aka hratt. Alhliða ökumaður eyðir miklum tíma með hönnuðum og vélvirkjum til að bæta hvert einasta smáatriði við þróun bílsins. Að sumu leyti er ef til vill fínt að vera með þannig ökumann, en maður spyr sig hvort hann sé tilbúinn að helga sig íþróttinni," sagði Villeneuve, sem dregur tryggði Finnans í efa. "Ég hugsa að hann eigi eftir að eiga fínar keppnir inn á milli en svo á hann eftir að hverfa þess á milli og fólk á eftir að spá í það hvað hann sé eiginlega að hugsa. Það kæmi mér ekkert á óvart að hann hyrfi skyndilega á braut einn daginn og segði skilið við Formúlu 1," sagði Villeneuve. "Kimi á eftir að vinna nokkrar keppnir en ég get ekki séð að hann eigi eftir að halda merkjum liðsins á lofti. Það kemur í hlut Felipe Massa og hann á eflaust eftir að verða leiðtogi liðsins. Hann stóð sig mjög vel í fyrra þrátt fyrir ungan aldru og leit hreint ekki svo illa út við hlið Schumacher. Hann gerði fá mistök og er klókur og hæfileikaríkur ökumaður og ef hann fær góðan bíl, trúi ég að hann gæti eftir að verða mjög góður í framtíðinni."
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira