
Sport
Verðlaunafé á Wimbledon jafnað

Verðlaunafé á hinu sögufræga Wimbledon móti í tennis verður jafnt í karla- og kvennaflokki í fyrsta sinn í sögunni þegar mótið fer fram í sumar og verður það í fyrsta sinn sýnt í beinni útsendingu á Sýn. Nú eru öll stórmótin búin að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki nema opna franska meistaramótið, en þar er aðeins jafnt verðlaunafé fyrir sigurvegarana.