Stenson algjörlega búinn á því 26. febrúar 2007 16:30 Henrik Stenson var þreytulegur að sjá þegar hann tók við bikarnum í gærkvöldi. MYND/AP “Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum. Með hverjum deginum minnkar orkan í líkamanum smám saman. Á lokadeginum, sérstaklega í síðari hringnum, var tankurinn einfaldlega tómur. Samt sem áður náði ég að finna einhvern aukakraft á síðustu níu holunum. Ég er alveg búinn á því,” sagði Stenson. Eftir að hafa sett niður pútt á 35. holu úrslitaviðureignarinnar var ljóst að Stenson væri búinn að vinna. Svíin fagnaði ekki, eins og kannski við var að búast, heldur leit hann niður og lokaði augunum. “Ég vildi bara fara heim og hvíla mig,” sagði Stenson, spurður um þessi viðbrögð sín við sigrinum. Með sigrinum komst Stenson í fimmta sæti á heimslista kylfinga og hafa margir golfspekingar orðið til þess að gagnrýna þá staðreynd. Stjarna Stenson hefur risið hratt að undanförnu en fyrir þremur árum var hann nánast óþekktur kylfingur. Golf Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
“Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum. Með hverjum deginum minnkar orkan í líkamanum smám saman. Á lokadeginum, sérstaklega í síðari hringnum, var tankurinn einfaldlega tómur. Samt sem áður náði ég að finna einhvern aukakraft á síðustu níu holunum. Ég er alveg búinn á því,” sagði Stenson. Eftir að hafa sett niður pútt á 35. holu úrslitaviðureignarinnar var ljóst að Stenson væri búinn að vinna. Svíin fagnaði ekki, eins og kannski við var að búast, heldur leit hann niður og lokaði augunum. “Ég vildi bara fara heim og hvíla mig,” sagði Stenson, spurður um þessi viðbrögð sín við sigrinum. Með sigrinum komst Stenson í fimmta sæti á heimslista kylfinga og hafa margir golfspekingar orðið til þess að gagnrýna þá staðreynd. Stjarna Stenson hefur risið hratt að undanförnu en fyrir þremur árum var hann nánast óþekktur kylfingur.
Golf Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira