Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla 6. mars 2007 20:15 Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Vinaleiðin er sálgæsla sem boðin er í skólum í Mosfellsbæ, á Álftanesi og í Garðabæ. Samtökin Siðmennt hafa gagnrýnt þessa þjónustu og telja hana fela í sér trúboð. Í Kompásþætti átjánda febrúar kom fram sú gagnrýni að þetta starf gæti verið á kostnað ráðgjafarþjónustu sérmenntaðra aðila, auk þess gæti þetta sett börn sem ekki væru í Þjóðkirkjunni í vandræðalega stöðu. Heimili og skóli hafa nú sent frá sér tilkynningu þar sem fjallað er um vinaleiðina. Telja samtökin EKKI að um trúboð sé að ræða. Einnig að þetta sé stuðningur en ekki meðferðarúrræði. Segir svo að ætla megi að í einhverjum tilfellum hafi Vinaleið komið í staðinn fyrir aðra sérfræðiþjónustu og ekki sé ljóst ljóst hvort þeir sem sinna henni hafi til þess tilskilda menntun. Niðurstaða heimilis og skóla er sú að EKKI eigi að bjóða þetta starf í húsakynnum skólans og EKKI á skólatíma. "Með tilliti til jafnræðissjónarmiða og með vísan í 2. grein grunnskólalaga, telur stjórn Heimilis og skóla eðlilegra að til framtíðar standi sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar börnum og forsvarsmönnum þeirra til boða utan húsakynna skóla, eftir að skóladegi lýkur." Þetta mál var til umræðu á bæjarráðsfundi í Garðabæ í morgun og var ákveðið að vísa ályktun Heimilis og skóla til skólanefndar sem næst hittist á fimmtudag. Til þessa hefur verið mjög jákvæð afstaða til vinaleiðarinnar innan skólanefndar. Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist umkvartanir um þessa þjónustu og hefur ráðherra verið spurð um hana á þingi. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Vinaleiðin er sálgæsla sem boðin er í skólum í Mosfellsbæ, á Álftanesi og í Garðabæ. Samtökin Siðmennt hafa gagnrýnt þessa þjónustu og telja hana fela í sér trúboð. Í Kompásþætti átjánda febrúar kom fram sú gagnrýni að þetta starf gæti verið á kostnað ráðgjafarþjónustu sérmenntaðra aðila, auk þess gæti þetta sett börn sem ekki væru í Þjóðkirkjunni í vandræðalega stöðu. Heimili og skóli hafa nú sent frá sér tilkynningu þar sem fjallað er um vinaleiðina. Telja samtökin EKKI að um trúboð sé að ræða. Einnig að þetta sé stuðningur en ekki meðferðarúrræði. Segir svo að ætla megi að í einhverjum tilfellum hafi Vinaleið komið í staðinn fyrir aðra sérfræðiþjónustu og ekki sé ljóst ljóst hvort þeir sem sinna henni hafi til þess tilskilda menntun. Niðurstaða heimilis og skóla er sú að EKKI eigi að bjóða þetta starf í húsakynnum skólans og EKKI á skólatíma. "Með tilliti til jafnræðissjónarmiða og með vísan í 2. grein grunnskólalaga, telur stjórn Heimilis og skóla eðlilegra að til framtíðar standi sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar börnum og forsvarsmönnum þeirra til boða utan húsakynna skóla, eftir að skóladegi lýkur." Þetta mál var til umræðu á bæjarráðsfundi í Garðabæ í morgun og var ákveðið að vísa ályktun Heimilis og skóla til skólanefndar sem næst hittist á fimmtudag. Til þessa hefur verið mjög jákvæð afstaða til vinaleiðarinnar innan skólanefndar. Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist umkvartanir um þessa þjónustu og hefur ráðherra verið spurð um hana á þingi.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira