Úkraínski hnefaleikakappinn Vladimir Klitschko varði IBF-heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt með því að sigra Bandaríkjamanninn Ray Austin í bardaga þeirra í Þýskalandi. Austin reyndist Klitschko auðveld bráð og var bardaginn stöðvaður strax í annari lotu.
Klitschko kom mjög einbeittur til leiks og lét högginn dynja á Austin frá fyrstu sekúndu. Í annari lotu náði hann góðri rispu sem endaði með því að Austin féll í gólfið. Hann stóð aftur upp en dómari bardagans, Eddie Cotton, sá hvert í stefndi og stöðvaði bardagann.
Þetta var í annað sinn í röð sem Klitschko nær að verja titil sinn en í apríl á síðasta ári hafði hann betur gegn áskorandanum Chris Byrd frá Bandaríkjunum. Klitschko hefur nú keppt í 51 bardaga á sínum ferli og sigrað í 48 þeirra. Þar af hafa 43 sigrar komið eftir rothögg.