Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS 14. mars 2007 02:56 David Beckham einn tryggir það að MLS deildin verður nú meira í fréttum en áður hefur verið NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. Það voru Don Garber, forseti MLS og Christian Seifert, formaður þýsku úrvalsdeildarinnar, sem undirrituðu samkomulagið og voru mjög ánægðir með áfangann. "Þetta samstarf táknar mikilvægt skref fyrir MLS og það er okkur mikill fengur að hefja samstarf við þýsku úrvalsdeildina sem er ein stærsta og best rekna deildarkeppni í heiminum," sagði Garber og kollegi hans í Þýskalandi sagði að þó ameríska deildin væri aðeins um tíu ára gömul - væri margt sem hægt væri að læra af mönnum vestanhafs. "Við hófum viðræður við MLS-menn vegna þeirrar aðdáunarverðu framþróunar sem hefur orðið þar í landi síðan deildin var stofnuð árið 1996. Okkur hlakkar til að læra af félögum okkar í Bandaríkjunum þar sem deildin er mjög nútímaleg og einstaklega vel skipulögð. Þá erum við líka stoltir af því að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar við að byggja upp knattspyrnuhefðina í Bandaríkjunum," sagði Seifert, en þetta nýjasta útspil markar enn eitt skrefið í alþjóðavæðingu knattspyrnunnar á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast samnings David Beckham við lið LA Galaxy sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum og þá hefur Arsenal hafði samastarf við lið Colorado Rapids þar í landi. Þá hafa viðskiptamenn frá Bandaríkjunum hafið innreið sína í ensku knattspyrnuna og eiga nú meirihluta í stórum félögum eins og Manchester United, Liverpool og Aston Villa svo einhver séu nefnd. Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. Það voru Don Garber, forseti MLS og Christian Seifert, formaður þýsku úrvalsdeildarinnar, sem undirrituðu samkomulagið og voru mjög ánægðir með áfangann. "Þetta samstarf táknar mikilvægt skref fyrir MLS og það er okkur mikill fengur að hefja samstarf við þýsku úrvalsdeildina sem er ein stærsta og best rekna deildarkeppni í heiminum," sagði Garber og kollegi hans í Þýskalandi sagði að þó ameríska deildin væri aðeins um tíu ára gömul - væri margt sem hægt væri að læra af mönnum vestanhafs. "Við hófum viðræður við MLS-menn vegna þeirrar aðdáunarverðu framþróunar sem hefur orðið þar í landi síðan deildin var stofnuð árið 1996. Okkur hlakkar til að læra af félögum okkar í Bandaríkjunum þar sem deildin er mjög nútímaleg og einstaklega vel skipulögð. Þá erum við líka stoltir af því að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar við að byggja upp knattspyrnuhefðina í Bandaríkjunum," sagði Seifert, en þetta nýjasta útspil markar enn eitt skrefið í alþjóðavæðingu knattspyrnunnar á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast samnings David Beckham við lið LA Galaxy sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum og þá hefur Arsenal hafði samastarf við lið Colorado Rapids þar í landi. Þá hafa viðskiptamenn frá Bandaríkjunum hafið innreið sína í ensku knattspyrnuna og eiga nú meirihluta í stórum félögum eins og Manchester United, Liverpool og Aston Villa svo einhver séu nefnd.
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira