Erlent

Táningar sem fara í megrun líklegri til að þyngjast til lengri tíma

Getty Images

Táningar sem fara í megrun til að missa nokkur kíló eru líklegri en aðrir að sleppa morgunverði og til að borða á milli mála. Það gæti verið hluti skýringar þess að þessir táningar eru líklegri til þess að þyngjast til lengri tíma en þeir jafnaldrar þeirra sem ekki fara í megrun.

Þetta eru meðal niðurstaðna nýlegrar rannsóknar sem unnin var við háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum. Þannig eru þeir sem fara reglulega í megrun á unglingsaldri líklegri til þess að glíma við ofþyngd. Megranir eru skammtímalausn á meðan betri lausnir eru að einbeita sér að því að borða hollari mat, meira af grænmeti og ávöxtum og stunda líkamsrækt.

Dr. Dianne Neumark-Szainer sem fór fyrir rannsókninni hvetur því unglinga til þess að sleppa því að fara í megrun enda margir sem velja þá aðferð að fasta, byrja að reykja eða sleppa úr máltíðum en allt eru þetta aðferðir sem auka enn á vandann til lengri tíma litið.

Þá leiddi rannsóknin einnig í ljós að meira en 56% bandarískra stúlkna hafa farið í megrun og 25% drengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×