Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari 18. mars 2007 13:48 Kimi Raikkönen byrjar feril sinn hjá Ferrari mjög vel NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira