Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari 18. mars 2007 13:48 Kimi Raikkönen byrjar feril sinn hjá Ferrari mjög vel NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton. Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton.
Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira