Körfubolti

Valur biðst afsökunar á ummælum sínum

Valur Ingimundarson
Valur Ingimundarson

Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn í gærkvöld. Þar lýsti Valur yfir óánægju sinni með störf dómara og lét í það skína að hallaði á lið utan af landi í dómgæslu. Félag körfuknattleiksdómara hefur leitað sér aðstoðar lögfræðinga og íhugar að kæra Val.

Þjálfaranum var nokkuð heitt í hamsi eftir tap hans manna á heimavelli fyrir Grindavík í gærkvöld og hægt er að lesa hluta af ummælum hans sem birtust í frétt hér á Vísi í gærkvöld. Smelltu hér til að lesa viðtalið.

Valur sendi frá sér eftirfarandi afsökunarbeiðni sem birtist á vef Víkurfrétta og á vef Körfuknattleiksdómarafélagsins.

"Vegna ummæla minna á SÝN eftir leik í gærkvöldi í garð dómara vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum því þau endurspegla ekki afstöðu mína til dómarastéttarinnar og ég virði störf dómara og veit að þau eru erfið"

Virðingarfyllst,

Valur Ingimundarson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×