Norðmenn hafa áhyggjur af fjölgun erlendra knattspyrnumanna í landinu. Á síðustu leiktíð voru 4 af hverjum 10 leikmönnum erlendir. Alls voru 136 leikmenn í norsku úrvalsdeildinni útlendingar. Ungir norskir knattspyrnumenn fá færri mínútur í deildinni en áður og fyrir vikið fara færri Norðmenn í atvinnumennsku til útlanda. Núna eru 14 íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni.
