PS3 misvel tekið 24. mars 2007 18:10 Getty Images Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur. Leikjavísir Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur.
Leikjavísir Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira