Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld 1. apríl 2007 14:10 Steve Nash og Dirk Nowitzki mætast í NBA í kvöld NordicPhotos/GettyImages Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt.
NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira