Háskólinn í Minnesota, í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að veita Geir H. Haarde forsætisráðherra heiðursdoktorsnafnbót en Geir lauk meistaraprófi í hagfræði frá skólanum árið 1977. Nafnbótin verður formlega veitt við sérstaka athöfn í Reykjavík í 24. maí að því er segir í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins.
