Fylkisstjóri Kaliforníuríkis, Arnold Schwarzenegger, sagði umhverfisverndarsinnum í Georgetown-háskólanum í dag að þeir þyrftu að hætta að nöldra og vera kynþokkafyllri.
Fylkisstjórinn líkti umhverfisverndarsinnum við kraftlyftingamenn og sagði að áður fyrr hefðu kraftlyftingamenn verið taldir skrýtnir og öfgafullir en í dag væru þeir taldir kynþokkafullir.
Það sama gæti átt við umhverfisverndarsinna ef þeir myndu aðeins taka sig saman í andlitinu. Að hans mati þarf allt að vera kynþokkafullt sem á að verða vinsælt til þess að fleiri langi til að taka þátt í því.