Innlent

Hjörleifur hvetur Íslandshreyfinguna til að hætta við framboð

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga í land með framboð Íslandshreyfingarinnar. Þetta segir hann í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann einnig hugmyndafræði framboðs Ómars og segir það til þess fallið að framlengja líftíma ríkisstjórnarinnar.

Í niðurlagi greinarinnar segir Hjörleifur: „Nú mánuði fyrir kosningar hafa enn engin framboð verið kynnt af hálfu Íslandshreyfingarinnar og því eiga forsvarsmenn hennar alla möguleika á að draga í land með reisn og hvetja um leið liðsmenn sína til að styðja þá flokka og frambjóðendur sem tekið hafa trúverðuga afstöðu gegn stóriðjustefnunni." Hjörleifur á sæti á lista Vinstri-grænna í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×