Buffett ekki lengur næstríkastur 15. apríl 2007 09:30 Carlos Slim, sem breska dagblaðið Guardian segir að sé orðinn næstríkasti maður í heimi. Mynd/AFP Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira