Erlent

Vélmenni í stöðugri þróun

C-3PO úr Star Wars myndunum er afar tilfinninganæmur
C-3PO úr Star Wars myndunum er afar tilfinninganæmur MYND/AP

Ný og þróaðri tegund vélmenna sem framkvæma ekki einungis fyrir fram forritaðar aðgerðir heldur bregðast við umhverfi sínu á margvíslegan hátt eins og mannskepnan er að ryðja sér til rúms.

Vísindamenn kynntu á dögunum vélmennið Domo sem er það fyrsta sem er gætt slíkri hæfni. Domo er búið tveimur myndavélum sem líta út eins og mannsaugu. Myndavélarnar eru tengdar 12 tölvum sem vinna úr því sem fyrir þær ber. Domo getur greint útlit hluta, gripið þá með örmum sínum og flokkað þá.

Vélmennið er þó aðallega hannað með náin samskipti við menn og skilning á mannlegri hegðun í huga, eitthvað sem til þessa hefur einungis þekkst í vísindaskáldskap. Vélmennið er sérstaklega næmt á andlit manna og getur greint einföldustu tilfinningar út frá svipbrigðum. Þegar einhver grætur eða hlær í kringum Domo beinir það athygli sinni að viðkomandi og „skilur" tilfinningar hans. Vélmennið er þó ekki svo þróað að geta samhryggst eða hlegið með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×