
Fótbolti
Berlusconi: Við eigum 100 milljónir fyrir Ronaldinho

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hafi þegar lagt til hliðar 100 milljónir evra til að kaupa brasilíska snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Forsetinn lætur í það skína að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá kaupum á leikmanninum og umboðsmaður Ronaldinho gerir ekkert til að draga úr þessum orðrómi - þó ekki væri til annars en að bæta stöðu hans í samningaviðræðum við Barcelona. Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við Katalóníurisann.