Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna 22. apríl 2007 11:41 Fall of Man er einn þeirra tölvuleikja sem hægt er að spila í mikilli upplaun á PS3. Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Einungis dýrari útgáfan hefur verið seld í Evrópu. Dýrari útgáfan af Playstation 3 er með búnað til að tengjast netinu og lesa minnistkort. Í Bandaríkjunum kostar hún 599 dali (39.000 kr) en sú ódýrari var seld á 499 dali (32.000 kr). Hér á landi kostar dýrari útgáfan af Playstation 3 milli 65 og 70 þúsund krónur. Breska dagblaðið Guardian segir að áhuginn á dýrari útgáfunni hafi reynst svo mikill í Bandaríkjunum að níu slíkar tölvur hafa verið seldar fyrir hverja eina af ódýrari gerðinni. Í Japan verða ódýrari tölvurnar áfram til sölu. Playstation 3 er í mikilli samkeppni við Nintendo Wii og Xbox 360 á alþjóðlegum markaði. Leikjavísir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið
Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Einungis dýrari útgáfan hefur verið seld í Evrópu. Dýrari útgáfan af Playstation 3 er með búnað til að tengjast netinu og lesa minnistkort. Í Bandaríkjunum kostar hún 599 dali (39.000 kr) en sú ódýrari var seld á 499 dali (32.000 kr). Hér á landi kostar dýrari útgáfan af Playstation 3 milli 65 og 70 þúsund krónur. Breska dagblaðið Guardian segir að áhuginn á dýrari útgáfunni hafi reynst svo mikill í Bandaríkjunum að níu slíkar tölvur hafa verið seldar fyrir hverja eina af ódýrari gerðinni. Í Japan verða ódýrari tölvurnar áfram til sölu. Playstation 3 er í mikilli samkeppni við Nintendo Wii og Xbox 360 á alþjóðlegum markaði.
Leikjavísir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið