Valsmenn eru Íslandsmeistarar 22. apríl 2007 17:50 Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27. Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27.
Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira