Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn 2. maí 2007 17:10 De la Hoya gegn Mayweather. Stærsti bardagi ársins er á Sýn á laugardaginn AFP Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina. Box Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina.
Box Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira