Maldini ætlar að halda áfram að spila

Ítalska knattspyrnugoðið Paolo Maldini hjá AC Milan hefur staðfest að hann sé hvergi nærri hættur að spila þó hann sé orðinn 38 ára gamall og ætlar að spila í það minnsta út næstu leiktíð. Hann fer væntanlega í hnéuppskurð eftir þessa leiktíð vegna meiðsla sem hann hlaut á dögunum, en annars er þessi frábæri varnarmaður í góðu formi.