Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen tryggði sér í dag sinn þriðja sigur í röð í Argentínurallinu. Frakkinn átti erfitt uppdráttar á fyrstu sérleiðunum en var svo í algjörum sérflokki það sem eftir var og kom í mark 36,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm. Loeb hefur fyrir vikið náð þriggja stiga forskoti í stigakeppni ökuþóra til heimsmeistara eftir fjórða sigur sinn á tímabilinu. Finninn Mikko Hirvonen varð þriðji í Argentínu og er einnig þriðji í stigakeppninni.