Innlent

Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent

MYND/Pjetur
Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar.

Fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins að Sjálfstæðisflokkurinn er með nánasta sama fylgi og í sams konar könnun í gær eða 35,8 prósent og fær flokkurinn 23 þingmenn. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 26,1 prósent í dag en var 25 prósent í gær og því fær flokkurinn 17 þingmenn. Vinstri - græn mælast með nærri 16 prósent í dag en vopru með 14,5 prósent í gær. Flokkurinn fær 10 þingmenn.

Þá mælist fylgi Framsóknarflokksins 13,6 prósent en það var prósentu minna en í gær. Flokkurinn fær samkvæmt þessu níu þingmenn. Þetta þýðir að samtals frá stjórnarflokkarnir 32 þingmenn sem er naumur meirihluti.

Fylgi frjálslyndra er hins vegar nánast hið sama og í gær, eða 6,5 prósent, og fær flokkurinn fjóra þingmenn. Þá mælist Íslandshreyfingin með tvö prósent í dag en mældist með 3,3 prósent í gær.

Síðasti þingmaður inn samkvæmt könnuninni er framsóknarmaður en næsti maður inn er sjálfstæðismaður.

Könnunin var gerð í gær og fyrradag og var útakið 1097 manns. Svarhlutfall var 64,2 prósent og nefndu tæplega 90 prósent þeirra flokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×