Fimm sekúndna valdatími 11. maí 2007 18:47 Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2007 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995)
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun