Innlent

Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður

Stærsti kjörstaðurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður er  Ráðhúsið.
Stærsti kjörstaðurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður er Ráðhúsið.

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður er kjörsóknin nokkuð betri en þar höfðu 30.477 manns kosið klukkan 21. Það er 70,24 prósenta kjörsókn en árið 2003 var kjörsóknin í kjördæminu 76,11 prósent á sama tíma.

Reikna má með fyrstu tölum úr báðum kjördæmum upp úr klukkan 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×