Útgáfudagur Halo 3 16. maí 2007 14:09 MYND/halo3.com Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði. Leikjavísir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði.
Leikjavísir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira