Erlent

Heini fær sjónina aftur og hittir mömmu sína

Hinn átta mánaða gamli blindi nashyrningur Heini hefur nú fengið hluta sjónar sinnar aftur. Fyrir tveimur vikum fór hann í augnaðgerð sem gekk vel. Mikil eftirvænting ríkti þegar hann hitti hjörð sína aftur eftir aðgerðina. Ef hún myndi hafna honum væri lífið svo gott sem búið fyrir Heini.

Heini sem er úr dýragarði í Þýskalandi varð fyrir tveimur vikum fyrsti nashyrningurinn til þess að fara í augnaðgerð. Ef aðgerðin hefði ekki heppnast hefði Heini ekki getað lifað lengur.

Hann komst í gegnum aðgerðina en þá átti hann eftir að hitta hjörð sína aftur í dýragarðinum. Þar sem hann hafði verið lengi frá hinum dýrunum var ekki víst að þau myndi taka honum fagnandi. Þau gerði það hinsvegar og ekki er annað að sjá á myndunum en að Doris mamma Heini sé ánægð með að fá strákinn sinn aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×