Viðskipti erlent

Orkuturninn

Burj al- Taqa turninn verður sjálfum sér nægur varðandi orku.
Burj al- Taqa turninn verður sjálfum sér nægur varðandi orku.

Burj al-Taqa turninn í Dubai mun algjörlega ganga fyrir endurnýtanlegri orku sem hann framleiðir sjálfur.

Þjóðverjinn Eckhard Gerber á heiðurinn að orkuturninum Burj al-Taqa sem rísa mun á næstu árum í Dubai. Turninn verður ekki bara skrifstofubygging heldur líka virkjun á vind- og sólarorku.

Efst á turninum verður rúmlega 60 metra hár spírall sem fangar vindorku. Á þaki turnsins og víðs vegar á ytra borði hans verða sólarorkuspeglar sem samanlagt þekja um 15.000 fermetra og búa til rafmagn.

Ytra borð turnsins verður úr sérstöku gleri sem hrindir frá sér hita sólar og minnkar þörf á loftkælingu. Engin vanþörf á því þar sem algengt er að hitinn nái 50 stigum í Dubai.

Allt þetta á að gera turninn sjálfum sér nægan um orku. Skemmtilegar fréttir frá landi sem byggir auð sinn á olíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×