Erlent

Lenda á íseyju

Norðurströnd Kanada
Norðurströnd Kanada

Vísindamenn hafa lent á risastóri íseyju sem er á stærð við Manhattaneyju. Eyjan flýtur um Atlandshafið og er nú 600 kílómetra fyrir utan Norðurpólinn.

Eyjan er 16 kílómetra löng og 5 kílómetra breið. Hún brotnaði út af norðurströnd Kanada árið 2005 en hefur nýlega verið fundin aftur.

Vísindamenn hafa nú lent á íseyjunni ásamt tökuliði frá breska ríkissjónvarpinu og komið fyrir leitarbúnaði á yfirborðinu svo hægt sé að fylgjast með ferðum hennar.

Þessi ísklumpur hefur verið fastur við ströndina í um 3000 ár en reikar nú hafið. Hann er staddur um 600 kílómetra utan við Norðurpólinn. Á því svæði heimsins sem hitnar hvað hraðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×